Beint á efnisyfirlit síðunnar
22.10.2008

Stoðir fá framlengingu á greiðslustöðvun


Í dag samþykkti Héraðsdómur Reykjavíkur að veita Stoðum framlengingu á greiðslustöðvun félagsins til 20. janúar 2009. Stærstu kröfuhafar félagsins, sem saman standa á bak við ríflega 50% krafna á hendur félaginu hafa lýst stuðningi sínum við framlengingu greiðslustöðvunarinnar.

Stjórn Stoða og framkvæmdastjórn hafa nú svigrúm til að leita bestu lausna við að hámarka hagsmuni kröfuhafa, vernda verðmæti eigna félagsins og tryggja stöðugleika í starfsemi félaga sem eru í eignasafni félagsins.

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is