Beint á efnisyfirlit síðunnar
22.04.2009

Hluthafafundur þann 30. apríl 2009

Stjórn Stoða boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður fimmtudaginn 30. apríl kl. 17:00 í höfuðstöðvum félagsins að Hátúni 2b, 105 Reykjavík, á annarri hæð.

Dagskrá:

1. Tillaga um að hluthafafundur gefi stjórn félagsins heimild til að halda áfram með fjárhagslega endurskipulagningu félagsins samkvæmt áætlun

2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins:      

    a. Tillaga um að breyta nafni félagsins í Stoðir hf.  Tillagan felur í sér breytingar á 1. grein í samþykktum félagsins.

     b. Tillaga um að breyta heimilisfangi félagsins.  Tillagan felur í sér breytingar á 2. grein í samþykktum félagsins. 

    c. Tillaga um að lækka hlutafé félagsins að fullu og auka það síðan í hið lögbundna lágmark, 4.000.000 króna.   Tillagan felur í sér                breytingar á 4. grein í samþykktum félagsins.

    d. Tillaga um að afturkalla heimild stjórnar félagsins til útgáfu nýs hlutafjár. Tillagan felur í sér breytingar á 4. grein í samþykktum               félagsins.

    e. Tillaga um að breyta reglum um hvernig boða skuli til hluthafafundar.  Tillagan felur í sér breytingar á 8. grein í samþykktum            félagsins, nánar tiltekið á undirkafla sem nefnist „Fundarboðun".

    f. Tillaga um að aðalfund skuli halda fyrir lok ágústmánaðar á hverju ári.  Tillagan felur í sér breytingar á 9. grein í samþykktum                           félagsins.

    g. Tillaga um að breyta samþykktum félagsins á þann hátt að kaflaheiti og undirkaflar verði númeraðir.


3. Önnur mál

Hluthafar geta greitt tillögunum atkvæði skriflega.  

Atkvæðaseðlar verða aðgengilegir á skrifstofu félagsins frá og með föstudeginum 24. apríl 2009.  Hægt er að greiða atkvæði á skrifstofunni.  Hluthafar sem óska þess að fá heimsenda atkvæðaseðla verða að bera fram ósk sína til félagsins fyrir 24. apríl 2009.  Skila skal atkvæðaseðlum á skrifstofu félagsins eigi síðar en miðvikudaginn 29. apríl 2009 kl. 16:00 en einnig er hægt að afhenda þá á hluthafafundinum sjálfum.  Einungis eru gild atkvæði þeirra sem skráðir eru hluthafar í félaginu samkvæmt hluthafaskrá á þeim tíma.  

Upplýsingar fyrir fundinn, þar á meðal tillögur stjórnar og greinargerð verða aðgengileg á skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 23. apríl 2009 og verða þær upplýsingar sendar til þeirra hluthafa sem svo kjósa.

Reykjavík, 22 apríl 2009

Stjórn Stoða (FL GROUP hf. )

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is