Beint á efnisyfirlit síðunnar
04.05.2009

Niðurstöður hluthafafundar þann 30. apríl 2009

Þann 30. apríl 2009 var hluthafafundur Stoða haldinn.  Handhafar 78,58% hlutafjár félagsins voru viðstaddir fundinn. 
Allar tillögur stjórnar Stoða sem bornar voru fram á fundinum voru
samþykktar.

1. Endurskipulagning á fjármálum félagsins    

Tillaga um að hluthafafundur gefi stjórn félagsins heimild til að halda áfram með fjárhagslega endurskipulagningu félagsins samkvæmt áætlun.Tillagan var samþykkt.

2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins

     a. Tillaga um að breyta nafni félagsins í Stoðir hf.  Tillagan felur í sér breytingar á 1. grein í samþykktum félagsins.
     b. Tillaga um að breyta heimilisfangi félagsins.  Tillagan felur í sér breytingar á 2. grein í samþykktum félagsins.

    c. Tillaga um að lækka hlutafé félagsins að fullu og auka það síðan í hið lögbundna lágmark, 4.000.000 króna.  Tillagan felur í sér breytingar á 4. grein í samþykktum félagsins.
     d. Tillaga um að afturkalla heimild stjórnar félagsins til útgáfu nýs hlutafjár.  Tillagan felur í sér breytingar á 4. grein í samþykktum félagsins.

    e. Tillaga um að breyta reglum um hvernig boða skuli til hluthafafundar.  Tillagan felur í sér breytingar á 8. grein í samþykktum félagsins, nánar tiltekið á undirkafla sem nefnist „Fundarboðun“.
    f. Tillaga um að aðalfund skuli halda fyrir lok ágústmánaðar á hverju ári.  Tillagan felur í sér breytingar á 9. grein í samþykktum félagsins.

    g. Tillaga um að breyta samþykktum félagsins á þann hátt að kaflaheiti og undirkaflar verði númeraðir.

Allar tillögur stjórnar voru samþykktar.

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is