Beint á efnisyfirlit síðunnar
05.03.2010

Uppgjör TM árið 2009

Sterk staða og viðsnúningur í rekstri TM

Helstu niðurstöður ársins 2009
• Hagnaður TM af reglulegri starfsemi á árinu 2009 var 237 m.kr. samanborið við 5.529 m.kr. tap 2008.
• Hagnaður af vátryggingastarfsemi var 342 m.kr. fyrir skatta samanborið við 166 m.kr. hagnað 2008.
• Eigin iðgjöld jukust um 5% og voru 9.431 m.kr. samanborið við 8.980 m.kr. á árinu 2008.
• Eigin tjónakostnaður lækkaði um 5% og var 8.858 m.kr. á árinu 2009 samanborið við 9.373 m.kr. 2008.
• Rekstrarkostnaður lækkaði um 6% og var 2.192 m.kr. á árinu 2009 samanborið við 2.320 m.kr. 2008.
• Eigið tjónshlutfall félagsins lækkaði úr 104% í 94% á milli ára. 
• Fjárfestingatekjur félagsins voru jákvæðar sem nemur 3.359 m.kr. en voru neikvæðar um 1.630 m.kr. á árinu 2008.
• Heildareignir TM voru 28.477 m.kr. Eigið fé nam 8.039 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 28% þann 31. desember 2009. 


Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:
"Í ljósi efnahags- og samkeppnisaðstæðna var vöxtur og afkoma TM á árinu 2009 viðunandi. Iðgjaldatekjur aukast á sama tíma og tjónakostnaður lækkar. Hagræðingaraðgerðir á árinu 2009 skiluðu góðum árangri og lækkar rekstrarkostnaður félagsins umtalsvert. Fjárhagsstaða TM er sem fyrr traust en mikill viðsnúningur varð í fjárfestingastarfsemi félagsins. Styrkur TM felst í góðu sambandi við viðskiptavini og reksturinn framundan býður uppá fjölmörg tækifæri".

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is