Beint á efnisyfirlit síðunnar
21.04.2010

Afkoma Refresco 2009

Refresco birti í dag afkomutölur sínar og ársskýrslu fyrir árið 2009. Afkoman á árinu var mjög jákvæð. Velta hélst stöðug og nam 1,14 milljarði evra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 9% milli ára og nam 119,6 milljónum evra.  Heildarafkoman batnaði um 20 milljónir evra frá fyrra ári. Afkomubatann má rekja til söluvaxtar á Spáni, í Portúgal, Bretlandi og á Norðurlöndum, markvissra sparnaðaraðgerða og kaupanna á hollenska drykkjar- og matvælafyrirtækinu Schiffers Foods.

Í mars 2010 var tilkynnt um kaup alþjóðlega fjárfestingafélagsins 3i á nýju hlutafé í Refresco. Kaupin námu 20% af heildarhlutafé fyrirtækisins og nam verðmæti fjárfestingarinnar 84 milljónum evra. Þessi viðskipti gera Refresco betur kleift að ná vaxtarmarkmiðum sínum og auka umsvif sín á evrópskum mörkuðum með fyrirtækjakaupum.

Hans Roelofs, forstjóri Refresco: 

"Árið 2009 var jákvætt fyrir starfsemi Refresco. Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður hefur stefna okkar skilað mjög greinilegum árangri. Sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir ásamt fyrirtækjakaupum hafa gert okkur kleift að halda áfram að vaxa. Eftir hlutafjáraukninguna með innkomu 3i erum við vel í stakk búin að nýta frekari sóknarfæri á markaði. Á komandi árum munum við leggja áherslu á skynsamlega blöndu innri og ytri vaxtar í starfslöndum okkar og næstu nágrannalöndum þeirra.”

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is