Beint á efnisyfirlit síðunnar
17.05.2010

Tilkynning frá stjórn Stoða

Stjórn Stoða hefur veitt Jóni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Stoða lausn frá störfum. Ástæða þessa er skaðabótamál sem slitastjórn Glitnis, sem er stærsti hluthafi Stoða, hefur höfðað í New York á hendur Jóni. 

Með þessari ákvörðun er stjórn Stoða ekki að taka afstöðu til þess máls er um ræðir. Það er hins vegar mat stjórnar Stoða, með hagsmuni félagsins að leiðarljósi, að Jón geti ekki sinnt starfi framkvæmdastjóra Stoða meðan þessu máli vindur fram. Júlíus Þorfinnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stoða.

Stjórn Stoða vill þakka Jóni Sigurðssyni fyrir framlag hans við endurskipulagningu félagsins fyrir ári síðan og telur Jón eiga mikinn þátt í aukningu verðmætis eignasafns félagsins síðastliðið ár.


f.h. stjórnar Stoða,
Eiríkur Elís Þorláksson
formaður stjórnar 

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is