Beint á efnisyfirlit síðunnar
07.07.2010

Stoðir selja hlut sinn í Inspired Gaming Group

Stoðir hafa selt 4,3% hlut sinn í breska hugbúnaðar- og afþreyingarfyrirtækinu Inspired Gaming Group (INGG). 

Kaupandinn er Vitruvian Partners, sem hefur gert yfirtökutilboð í allt hlutafé Inspired Gaming og hyggst í kjölfarið afskrá félagið.  Söluandvirðið nemur 3,1 milljónum GBP.

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is