Beint á efnisyfirlit síðunnar
25.08.2010

Hagnaður af rekstri TM fyrstu 6 mánuði 2010

Hagnaður TM á fyrri helmingi ársins 2010 nam 319 m.kr.

Helstu rekstrarniðurstöður Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) janúar til júní 2010:

Hagnaður TM af reglulegri starfsemi á fyrri helmingi ársins 2010 var 319 m.kr. samanborið við 491 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra.

Eigin iðgjöld jukust um 11% og voru 5.032 m.kr. samanborið við 4.524 m.kr. á sama tímabili 2009.
Fjárfestingatekjur félagsins voru jákvæðar sem nemur 1.057 m.kr. á fyrri helmingi ársins en voru 2.194 m.kr. á sama tímabili 2009.
Eigin tjónakostnaður lækkaði um 5% og var 3.996 m.kr. á fyrri helmingi ársins samanborið við 4.185 m.kr. á sama tímabili 2009.
Rekstrarkostnaður lækkaði um 5% og var 1.124 m.kr. samanborið við 1.178 m.kr. á sama tímabili 2009.
Eigið tjónshlutfall félagsins lækkaði úr 92% í 79% á milli ára. Kostnaðarhlutfall lækkaði sömuleiðis úr 23% í 19% Samsett hlutfall er nú 99% samanborið við 116% á sama tímabili 2009.
Heildareignir TM voru 31.613 m.kr. þann 30. júní 2010 en voru 30.699 m. kr. á sama tíma í fyrra.
Eigið fé nam 8.357 m.kr. og var eiginfjárhlutfall 26% þann 30. júní 2010. 


Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

"Hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi á fyrstu 6 mánuðum ársins dregst saman um 35% milli ára og skýrist það fyrst og fremst af lækkun fjárfestingatekna. Mikilvægum áfanga var náð á fyrri hluta ársins í vátryggingarekstrinum þar sem samsett hlutfall fer nú í fyrsta skipti í langan tíma undir 100%."

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is