Beint á efnisyfirlit síðunnar
26.08.2010

Afkoma Royal Unibrew fyrstu 6 mánuði 2010

Afkoma Royal Unibrew fyrstu sex mánuði ársins 2010 yfir væntingum og uppfærðar horfur.

Áfram jákvæð tekjuþróun Royal Unibrew á öðrum ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður (EBIT fyrir sérstaka liði) jókst á fyrri árshelmingi 2010 um DKK 65 milljónir í DKK 152 milljónir, samanborið við DKK 87 milljónir árið 2009, sem er yfir væntingum. Bæði hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) og EBIT-framlegð jukust í öllum starfsþáttum samstæðunnar samanborið við fyrri árshelming 2009. Frjálst fjárstreymi á fyrri árshelmingi 2010 jókst um DKK 168 milljónir miðað við árið 2009. Hreinar vaxtaberandi skuldir minnkuðu um DKK 406 milljónir – þar af voru DKK 187 milljónir vegna sölu á Caribbean ölverksmiðjunum í febrúar 2010. Vegna góðrar afkomu á fyrri árshelmingi 2010 og væntinga um seinni árshelming hafa horfur fyrir árið í heild verið uppfærðar. Nú er gert ráð fyrir því að hreinar tekjur verði um DKK 3,7-3,85 milljarðar og að EBITDA hagnaður verði um DKK 575-625 milljónir, sem er DKK 100 umfram fyrri spár.

„Við sjáum enn sviptingar og harða samkeppni á öllum mörkuðum. Því er þessi jákvæða þróun í afkomu samstæðunnar einkar ánægjuleg en hana má þakka efldu markaðsstarfi, nýjum vörum, áframhaldandi sterkri áherslu á skilvirkni í rekstri og hæfu og 
metnaðarfullu starfsfólki. Með tilliti til þessarar jákvæðu þróunar erum við nú að endurskoða spár okkar um bæði tekjur og hagnað á árinu 2010. Við erum nú nálægt því að ná fjárhagslegum markmiðum okkar til lengri tíma og höfum hafið stefnumótunarvinnu fyrir árið 2011 innan ramma þeirrar stefnu sem var kynnt í árslok 2009. Einnig höfum við hafið endurskoðun á fjárhagslegum langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Niðurstaða þessa ferlis verður tilkynnt þegar við kynnum uppgjör þriðja ársfjórðungs,“ sagði Henrik Brandt, forstjóri Royal.


HELSTU REKSTRARNIÐURSTÖÐUR

Almennt vann fyrirtækið markaðshlutdeild á markaði vörumerkjabjórs sem og gos- og maltdrykkja.

• Hreinar tekjur minnkuðu um tæp 2% í DKK 1.882 milljónir á fyrri árshelmingi. Sé sala ölverksmiðja undanskilin náðist 2% innri  tekjuvöxtur.
• EBITDA hagnaður (fyrir sérstaka liði) jókst um DKK 75 milljónir (45%) í DKK 254 milljónir.
• Rekstrarhagnaður (EBIT fyrir sérstaka liði) jókst um DKK 65 milljónir í DKK 152 milljónir.
• Hagnaður fyrir skatta nam DKK 105 milljónum samanborið við DKK 23 milljónir á fyrri árshelmingi 2009.
• Frjálst fjárstreymi nam DKK 217 milljónum, sem er hækkun um DKK 168 frá fyrra ári.
• Hreinar vaxtaberandi skuldir minnkuðu um DKK 406 milljónir í um DKK 1 milljarð.
• Ný langtímafjármögnun tryggð á góðum kjörum.


HORFUR 

Þróun tekna og hagnaðar var umfram væntingar á fyrri árshelmingi 2010. Á grundvelli þessarar þróunar er nú gert ráð fyrir að hreinar tekjur árið 2010 verði DKK 3,7-3,85 milljarðar (fyrri spá hljóðaði upp á DKK 3,4-3,6 milljarða). Búist er við að EBITDA hagnaður verði á bilinu DKK 575-625 milljónir (fyrri spá: DKK 475-525 milljónir) og að rekstrarhagnaður (EBIT fyrir sérstaka liði) verði á bilinu DKK 375-425 milljónir (fyrri spá: DKK 275-325 milljónir). Gert er ráð fyrir að fjármagnsgjöld verði um DKK 65 milljónir umfram fjármagnstekjur (fyrri spá: DKK 70 milljónir). Áætlað er að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu DKK 310-360 milljónir (fyrri spá: DKK 205-255 milljónir). Búist er við að hreinar vaxtaberandi skuldir í árslok 2010 verði um DKK 900 milljónir (fyrri spá: um DKK 1 milljarður), sem er 1,4-1,6 sinnum EBITDA (fyrri spá: 1,9-2,1 sinnum EBITDA).

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is