Beint á efnisyfirlit síðunnar
14.12.2010

Stoðir selja 3,3% hlut í Nordicom

Stoðir hafa selt 3,3% hlut í danska fasteignafélaginu Nordicom. Eftir viðskiptin eiga Stoðir 11,4% í Nordicom. 

Fyrir hlutafjáraukningu Nordicom í september 2010 áttu Stoðir um 8,3% hlut í Nordicom. Stoðir tóku þátt í hlutafjáraukningu Nordicom í september 2010 til að varna því að hlutur Stoða þynntist út. Skráðu Stoðir sig fyrir 1.500.000 nýjum hlutum á gengi 10 og áttu 14,64% hlut í Nordicom eftir hlutafjáraukninguna. Samhliða var gengið til samstarfs við tvo aðra stóra hluthafa á grundvelli hluthafasamkomulags. Því samkomulagi hefur nú verið rift. Nú hafa Stoðir selt 3,3% (392.500 hluti) og eiga eftir viðskiptin 1.368.595 hluti í Nordicom, sem svarar til 11,38% af hlutafé félagsins. 

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is