Beint á efnisyfirlit síðunnar
17.01.2011

Refresco kaupir Spumador

Refresco Group tilkynnti í dag um kaup sín á Spumador, stærsta framleiðanda "private-label" gosdrykkja og vatns á Ítalíu. Spumador er í eigu fjárfestingafélagsins Trilantic Capital Partners. Refresco er leiðandi fyrirtæki í Evrópu í framleiðslu sérmerktra drykkjarvara, gosdrykkja og ávaxtasafa auk framleiðslu þekktra alþjóðlegra vörumerkja fyrir önnur fyrirtæki. 

Spumador er stórt framleiðslufyrirtæki á ítölskum smásölumarkaði með framleiðslu í fimm verksmiðjum á Norður Ítalíu. Auk þess að framleiða gosdrykki og vatn, framleiðir Spumador íþróttadrykki, íste og ávaxtasafa, m.a. undir eigin vörumerkjum á borð við San Antonio, Valverde og San Attiva. Árið 2009 var velta Spumador um  EUR 170 milljónir, 7% meira en 2008. Alls framleiddi Spumador 958 milljón lítra drykkjarvara árið 2009.

Kaupin á Spumador eru önnur yfirtaka Refresco innan árs. Í september 2010 kynnti Refresco um kaup sín á SDI - Soft Drinks International, sem er þýskur drykkjarvöruframleiðandi með um  EUR 140 milljóna ársveltu. 

Kaupin á Spumador eru í samræmi við markmið Refresco um að auka umsvif sín með fyrirtækjakaupum samhliða innri vexti og ná forystuhlutverki á sviði "private-label" framleiðslu drykkjarvara í Evrópu. Þetta er fyrsta skref Refresco inn á ítalska markaðnum. 

Ráðgert er að viðskiptin verði frágengin innan nokkurra mánaða en kaupverðið er trúnaðarmál.

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is