Beint á efnisyfirlit síðunnar
24.02.2011

Hagnaður TM á árinu 2010 var 765 m.kr

Uppgjör Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) fyrir árið 2010


Helstu rekstrarniðurstöður (TM) 2010:


Hagnaður TM af reglulegri starfsemi á árinu 2010 var 765 m.kr. samanborið við 237 m.kr. hagnað 2009.
Heildartekjur TM árið 2010 voru 11,6 milljarðar króna en voru 12,8 milljarðar króna 2009. Heildargjöld 2010 voru 10,8 milljarðar króna en 12,5 milljarðar 2009.
Eigin iðgjöld jukust um 8% og voru 10.170 m.kr. samanborið við 9.431 m.kr. á árinu 2009.
Eigin tjónakostnaður lækkaði um 12% og var 7.794 m.kr. á árinu 2010 samanborið við 8.859 m.kr. 2009.
Rekstrarkostnaður lækkaði um 2% og var 2.145 m.kr. á árinu 2010 samanborið við 2.192 m.kr. 2009.
Eigið tjónshlutfall félagsins lækkaði úr 94% í 77% á milli ára. 
Samsett hlutfall félagsins lækkaði úr 114% í 95%. 
Fjárfestingatekjur félagsins voru jákvæðar sem nemur 1.363 m.kr. en voru 3.359 m.kr. á árinu 2009.
Heildareignir TM voru 29.407 m.kr. þann 31. desember 2010. Eigið fé nam 8.803 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 30%. 


Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Í ljósi efnahags- og samkeppnisaðstæðna voru vöxtur og afkoma TM á árinu 2010 mjög góð. Iðgjaldatekjur jukust á sama tíma og tjónakostnaður lækkaði umtalsvert. Afkoma af vátryggingastarfsemi var ein sú besta í sögu félagsins og er ánægjulegt að sjá markvissa úrbótavinnu á þessu sviði skila árangri. Aðstæður á fjármálamörkuðum voru hins vegar erfiðar og afkoma af fjármálastarfsemi var undir væntingum. Fjárhagsstaða TM er sem fyrr traust og hækkaði eiginfjárhlutfall á milli ára. Styrkur TM felst í góðu sambandi við viðskiptavini sína og reksturinn framundan býður uppá fjölmörg tækifæri”.

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is