Beint á efnisyfirlit síðunnar
16.05.2011

Endurfjármögnun Refresco lokið

Drykkjavöruframleiðandinn Refresco, sem m.a. er í eigu Stoða, hefur lokið við 660 milljóna evra endurfjármögnun skulda með lokuðu skuldabréfaútboði.  Heildarfjárhæð skuldabréfanna var 660 milljón evrur. Af því voru 360 milljón evrur útgefnar á föstum vöxtum 7.375% og bréf að nafnvirði 300 milljónum evra voru útgefin með fljótandi vöxtum sem taka mið af 3 mánaða EURIBOR vöxtum með 4% álagi. Gjalddagi skuldabréfanna er árið 2018. Refresco réðst í útgáfu bréfanna til að bæta fjármögnun sína vegna hagstæðra skilyrða á fjármagnsmörkuðum. Andvirði skuldabréfaútgáfunnar mun meðal annars verða varið í að greiða upp eldri lán að fjárhæð 618 milljón evra. Kaupendur skuldabréfanna eru flestir fagfjárfestar frá Bandaríkjunum og Evrópu.

Áður en ráðist var í skuldabréfaútgáfuna hafði Refresco hlotið lánshæfiseinkunnina BB- frá Standard&Poors og einkunnina B1 frá Moody. Yfirumsjón með sölunni var í höndum Deutsche Bank (e. book runner) ásamt Credit Suisse. Refresco naut ráðgjafar North Sea Partners og Allen & Overy. 

Að auki hefur Refresco nýlega skrifað undir lánasamning í formi lánalínu að andvirði 75 milljón evra við ABN Amro, BNP Paribas, Credit Suisse, Deutsche Bank, ING og Société Générale. Rabobank var umsjónaraðili lánveitingarinnar. 

Árið 2010 skilaði Refresco tekjum að andvirði 1.224 milljón evra og EBITDA félagins var 125 milljón evrur. Þessar tölur fela ekki í sér nýlegar yfirtökur. Refresco hefur starfsemi í 26 verksmiðjum í níu löndum í Evrópu og framleiddi á síðasta ári 5.4 milljarða lítra af óáfengum drykkjarföngum á ári. 

Refresco yfirtók þýska drykkjavöruframleiðandann Soft Drinks International árið 2010 og lauk nýlega yfirtöku á ítalska fyrirtækinu Spumador. Félagið hyggst nú einblína á innri vöxt og hagræðingu í rekstri. Aart Duijzer, fjármálastjóri Refresco:
"Fyrsta skuldabréfaútboð okkar var árangursríkt. Öllum markmiðum var náð og okkur tókst að draga verulega úr vaxtakostnaði félagsins.  Við nýttum tækifæri sem gafst á fjármagnsmörkuðum og tryggðum fjármögnun næstu sjö ára. Viðskiptabankar okkar studdu fjármögnun félagsins og munu eiga áframhaldandi viðskipti við félagið í gegnum lánalínuna". 

Hans Roelofs, forstjóri Refresco: 
„Þetta er jákvæð þróun fyrir Refresco. Velgengni skuldabréfaútboðsins sýnir að fyrirtækið nýtur traust á alþjóðamörkuðum. Við höfum nú aukið breidd félagsins með því að sækja fjármagn á mörkuðum".

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is