Beint á efnisyfirlit síðunnar
21.03.2012

Afkoma Refresco 2011

Refresco birti í dag afkomutölur sínar fyrir árið 2011. Velta ársins 2011 nam 1,5 milljarði evra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 111 milljónir evra 11%  lægri en 2010. 

Efnhagsaðstæður voru Refresco ekki hagstæðar á árinu 2011. Miklar hækkanir á hráefni og umbúðum settu mark sitt á framlegð félagins, sérstaklega á seinni hluta ársins. Slæmt sumarveður hafði einnig neikvæð áhrif á sölu. Helstu viðburðir ársins voru m.a. þessir:

• Yfirtöku á ítalska drykkjarvöruframleiðandanum Spumador Spa var lokið í apríl 2011.

• Heildar endurfjármögnun samstæðunnar lauk í maí 2011, með útgáfu skráðra skuldabréfaflokka.  Heildarupphæð útgáfunnar var 660   milljónir evra og gjalddagi er árið 2018.

• Margvíslegum sparnaðar- og hagræðingaraðgerðum var ýtt úr vör á síðari hluta ársins, í því skyni að endurheimta framlegð og arðsemi félagsins.


Hans Roelofs, forstjóri Refresco:

"Þó að kostnaðarhækkanir og hin efnahagslega niðursveifla hafi haft neikvæð áhrif á rekstur Refresco á síðastliðnu ári, metum við horfur Refresco og starfsgreinarinnar jákvæðar. Þrátt fyrir erfitt ár sáum við samt vöxt á síðasta ári á gosdrykkjamarkaði, þá sérstaklega undir eigin merkjum viðskiptavina. Við treystum því að yfirburðageta okkar til að framleiða vörur á hagkvæman hátt, hið breiða vöruval og mikill sveigjanleiki í framleiðslu muni gera okkur kleift að halda áfram að mæta þörfum viðskiptavina okkar á síbreytilegum markaði."

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is