Beint á efnisyfirlit síðunnar
22.03.2012

Hagnaður TM á árinu 2011 var 3,4 milljarðar

Uppgjör Tryggingnamiðstöðvarinnar (TM) fyrir árið 2011

Helstu rekstrarniðurstöður TM fyrir árið 2011:


Eigin iðgjöld voru 10.252 m.kr. á árinu 2011 samanborið við 10.170 m.kr. á árinu 2010. Fjárfestingatekjur félagsins voru jákvæðar sem nemur 3.562 m.kr. á árinu 2011 en voru 1.363 m.kr. á árinu 2010.  Heildartekjur TM árið 2011 voru alls 13.888 m.kr. en voru 11.568 m.kr. árið 2010.

Eigin tjónakostnaður var 7.324 m.kr. á árinu 2011 samanborið við 7.794 m.kr. 2010. Rekstrarkostnaður var 2.454 m. kr. á árinu 2011 á móti 2.145 m.kr. árið 2010. Heildargjöld TM á árinu 2011 voru 10.363 m.kr. en 10.761 m.kr. 2010.

Eigið tjónshlutfall var 71,4% á árinu 2011 og lækkaði úr 76,6% frá árinu áður. Kostnaðarhlutfall hækkaði úr 18,6% í 21,0% milli ára. Samsett hlutfall félagsins lækkaði um tæp 3% milli ára og var 92,5% árið 2011 á móti 95,2% árið 2010.

Hagnaður TM á árinu 2011 var 3.437 m.kr. Þar af voru 2.433. m.kr. vegna hækkunar á gangvirði fjárfestingareigna á árinu 2011.

Heildareignir TM í árslok 2011 voru 29.302 m.kr.  Skuldir í árslok 2011 voru 17.061 m. kr en félagið greiddi upp skuldabréfaflokk að upphæð 4.424 m.kr. í ágúst 2011. Eigið fé TM í árslok 2011 nam 12.241 m.kr. og eiginfjárhlutfallið var 42%.Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Ég get ekki annað en verið ánægður með þessa niðurstöðu enda er hún nokkuð betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Afkoma félagsins á árinu 2011 var mjög góð á nær öllum sviðum starfseminnar. Mestu máli skiptir auðvitað sú staðreynd að vátryggingastarfsemin, án tillitis til fjárfestingatekna, skilar nú hagnaði annað árið í röð. Félagið er afar sterkt fjárhagslega og eignir þess traustar, eins og háar fjárfestingatekjur á árinu 2011 bera vott um.

Með þessu uppgjöri er enn frekar staðfest að TM er á réttri leið og við munum halda ótrauð áfram í þeirri viðleitni að skara fram úr á íslenskum vátryggingamarkaði. Sú stefna félagsins að hlúa vel að viðskiptavinum sínum og byggja upp traust langtímasamband hefur skilað ánægju og árangri sem óhætt er að vera stoltur af.”

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is