Beint á efnisyfirlit síðunnar
31.07.2012

Stoðir selja 60% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf.

Stoðir hf. hafa í dag samið um sölu á 60% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) til hóps íslenskra lífeyrissjóða og annarra innlendra fjárfesta. Samningurinn er m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Samningsaðilar vænta þess að skilyrði samningsins verði uppfyllt innan fárra mánaða og að afhending eignarhlutarins geti þá átt sér stað.  Stoðir munu eiga um 39% hlut í TM eftir þessi viðskipti. Stefnt er að skráningu TM á Aðallista NASDAQ OMX Iceland á fyrri hluta næsta árs og í tengslum við skráningu áforma Stoðir að selja eftirstandandi eignarhlut sinn í almennu hlutafjárútboði. 

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is