Beint á efnisyfirlit síðunnar
27.11.2012

Tekjuskattsmáli Stoða lokið

Stoðir hafa fengið tilkynningu frá Ríkisskattstjóra um lok máls sem skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði til endurákvörðunar RSK og sneri að meintum vangreiddum tekjuskatti vegna tekjuársins 2006. Gerð hefur verið grein fyrir þessum ágreiningi við skattyfirvöld í skýringum við reikninga Stoða, nú síðast í skýringu 13a) í árshlutauppgjöri Stoða pr. 30.06.2012.

Niðurstaða Ríkisskattstjóra er að endurákvarða ekki skatta á félagið vegna þessa máls og telst því málinu lokið.

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is