Beint á efnisyfirlit síðunnar
06.03.2013

Hagnaður Stoða 2012 var 5.067 m. kr.

Á aðalfundi Stoða í dag var ársreikningur Stoða fyrir árið 2012 lagður fram og samþykktur af hluthöfum. Hagnaður Stoða árið 2012 var 5.067 milljónir króna.

Eignir Stoða þann 31. desember 2012 námu 35.502 milljónum króna og skuldir félagsins voru 9 milljónir króna. Eigið fé Stoða í árslok 2012 nam því 35.493 milljónum króna og eiginfjárhlutfall félagsins var 99,97%.

Á aðalfundinum voru Eiríkur Elís Þorláksson, Sigurjón Pálsson og Hermann Már Þórisson endurkjörnir til setu í stjórn Stoða.

Ársreikningur Stoða 2012

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is