Beint á efnisyfirlit síðunnar
14.03.2013

Hagnaður TM á árinu 2012 nam 2,6 milljörðum króna

Helstu tölur úr ársreikningi TM fyrir árið 2012:

* Hagnaður TM á árinu 2012 var 2.638 m.kr. en þar af voru 1.167 m.kr. vegnar hækkunar á verðbréfaeign félagsins.
* Eigin iðgjöld voru 10.925 m.kr. á árinu 2012, 7% hærri en árið áður. Fjárfestingatekjur félagsins voru jákvæðar sem
nemur 2.078 m.kr. á árinu 2012. Heildartekjur TM árið 2012 voru alls 13.094 m.kr..
* Eigin tjónakostnaður var 7.368 m.kr. á árinu 2012 samanborið við 7.324 m.kr. 2011. Rekstrarkostnaður var 2.613 m.
kr. á árinu 2012.Heildargjöld TM á árinu 2012 voru 10.088 m.kr.
* Eigið tjónshlutfall var 67,4% á árinu 2012 og lækkaði úr 71,4% frá árinu áður. Kostnaðarhlutfall stóð í stað milli ára
og er 21,0%. Samsett hlutfall félagsins lækkaði um 4 prósentustig milli ára, var 88,5% árið 2012 á
móti 92,5% árið 2011.
* Heildareignir TM í árslok 2012 voru 27.412 m.kr. Skuldir í árslok 2012 voru 17.180 m. kr., eigið fé því 10.231 m.kr.
og eiginfjárhlutfallið var 37,3%.
* Um 44% fjárfestingaeigna TM eru í ríkisskuldabréfum og handbæru fé og 63% eignanna eru auðseljanlegar en það
gerir TM afar vel í stakk búið til að mæta skuldbindingum sínum. Gjaldþol í lok árs 2012 var 10.047 m.kr. sem er
tæplega fjórum sinnum lögbundið lágmarksgjaldþol.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Rekstur TM á árinu 2012 gekk vel líkt og undanfarin ár. Markmið um áframhaldandi umbætur í vátryggingastarfssemi náðust en eigin iðgjöld standa nú undir eigin tjónum og rekstrarkostnaði í öllum greinum, þar með talið ábyrgðartryggingum, en afkoma þeirra hafði verið óviðunandi í kjölfar efnahagshrunsins. Góð afkoma var einnig af fjárfestingastarfsemi félagsins og var hún í samræmi við áætlanir.

Undirbúningur að skráningu félagsins í Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi er nú í fullum gangi en því ferli mun væntanlega ljúka nú á fyrri hluta ársins. Hækkað mat S&P´s á fjárhagslegum styrkleika TM, sem tilkynnt var nýlega, er mikilvægur áfangi fyrir félagið og framtíðaráætlanir þess. Þar með opnast aukin tækifæri fyrir TM til að sækja á erlenda markaði sem er ein af megin forsendum þess að félagið geti vaxið til framtíðar.”

TM Árskýrsla 2012

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is