Beint á efnisyfirlit síðunnar
11.04.2013

Hlutafjárútboð TM 22.-24. apríl 2013

Stoðir hf. hyggjast selja 28,7% hlut í Tryggingamiðstöðinni (TM) í hlutafjárútboði sem fer fram dagana 22.-24. apríl 2013. Útboðsgengi í útboðinu mun liggja á verðbilinu 17,75-20,10 krónur á hvern hlut í TM. Markaðsvirði alls hlutafjár í TM miðað við fyrrgreint verðbil er á bilinu 13,5-15,3 milljarðar króna. Markmið Stoða með útboðinu er m.a. að TM uppfylli skráningarskilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar m.t.t. dreifingar hlutafjár. Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með hluti í TM með eins viðskiptadags fyrirvara. Fyrsti dagur viðskipta getur í fyrsta lagi orðið 8. maí 2013. Umsjónar- og söluaðilar útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta eru Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. 


Skráningarlýsing TM

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is