Beint á efnisyfirlit síðunnar
16.04.2013

Samruni Refresco og Gerber Emig

Refresco og Gerber Emig tilkynntu í dag um undirritun samkomulags um samruna fyrirtækjanna. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. Nafn hins sameinaða félags verður Refresco Gerber. Hluthafar Gerber Emig munu eiga 30% hlutafjár í sameinaða félaginu og hluthafar Refresco munu eiga 70% hlut. Eignarhlutur Stoða í sameinuðu félagi verður því u.þ.b. 28%.

Gerber Emig er evrópskt drykkjarvöruframleiðslufyrirtæki og rekur verksmiðjur í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi. Gerber Emig, sem rekur sögu sína aftur til 1919, framleiðir árlega u.þ.b. 1,5 milljarða lítra og árleg velta er u.þ.b. 800 milljónir evra. Höfuðstöðvar Gerber Emig eru í Bretlandi og starfa alls um 1.700 starfsmenn hjá félaginu. Til samanburðar er árleg velta Refresco u.þ.b. 1,5 milljarður evra og fjöldi starfsmanna Refresco er u.þ.b. 3.000.

Fréttatilkynning Refresco og Gerber Emig

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is