Beint á efnisyfirlit síðunnar
26.04.2013

Niðurstöður hlutafjárútboðs TM

Almennu hlutafjárútboði í Tryggingamiðstöðinni hf. (TM) lauk klukkan 16:00 þann 24. apríl 2013. Alls bárust um 7 þúsund áskriftir að heildarandvirði 357 milljarðar króna. Í útboðinu buðu Stoðir 28,7% hlut í TM til sölu á verðbilinu 17,75 ‐ 20,10 krónur á hlut og hefur stjórn Stoða ákveðið útboðsgengið í efstu mörkum, 20,10 krónur á hlut. Söluandvirðið nemur 4,4 milljörðum króna á útboðsgengi. Enginn hluthafa TM mun eiga yfir 10% eignarhlut.

Gjalddagi og eindagi greiðsluseðla vegna útboðsins er 3. maí 2013 og verða hlutir í TM afhentir kaupendum 7. maí 2013. Gert er ráð fyrir að fyrsti viðskiptadagur með hluti TM á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland (Kauphöllin) verði 8. maí 2013, en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með minnst eins viðskiptadags fyrirvara. Í viðhengi er bráðabirgðahluthafalisti TM að loknu útboði.

Fréttatilkynning

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is