Beint á efnisyfirlit síðunnar
12.11.2013

Samruni Refresco og Gerber Emig frágenginn

Refresco og Gerber Emig tilkynntu í dag að samruni fyrirtækjanna er frágenginn. Samkomulag um fyrirhugaðan samruna, sem kynnt var í apríl sl., var með fyrirvara um samþykki evrópskra samkeppnisyfirvalda. Það samþykki barst 4. okt. sl. en með skilyrði um sölu einnar verksmiðju, í Waibstadt í Þýskalandi. Hluthafar Refresco munu eiga 72,5% hlut í sameinaða félaginu og hluthafar Gerber Emig munu eiga 27,5% hlut. 

Nafn hins sameinaða félags verður Refresco Gerber. Höfuðstöðvar félagsins eru í Rotterdam, Hollandi og hjá því starfa um 4,700 starfsmenn víða í Evrópu: Benelux, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Bretlandi, Póllandi og Finnlandi. Refresco Gerber er einn stærsti framleiðandi drykkjarvara í Evrópu og framleiðir árlega u.þ.b. 6,5 milljarða lítra af drykkjarvörum. Árleg velta Refresco Gerber er u.þ.b. 2,3 milljarðar evra.

Fréttatilkynning Refresco Gerber

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is