Beint á efnisyfirlit síðunnar
20.02.2014

Aðalfundur Stoða hf.

Aðalfundur Stoða hf. verður haldinn föstudaginn 7. mars 2014 á skrifstofu félagsins að Hátúni 2b, 105 Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 14:00.

Dagskrá fundarins:

  1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og starfsemi á liðnu starfsári.
  2. Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram til staðfestingar.
  3. Tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu.
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
  5. Ákveðin þóknun til stjórnar félagsins.
  6. Stjórnarkjör.
  7. Kjör endurskoðenda.
  8. Önnur mál löglega fram borin.

Þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem fara með meira en 10% atkvæðisrétt í félaginu.

Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá, tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis tveimur vikum fyrir aðalfund.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 13:30 á fundarstað. Fundurinn verður haldinn á íslensku en ensk þýðing fundargerðar verður send erlendum hluthöfum innan viku frá fundinum.

Reykjavík, 19. febrúar 2014.

Stjórn Stoða hf.

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is