Beint á efnisyfirlit síðunnar
27.03.2015

Skráning Refresco Gerber

Hlutabréf í Refresco Gerber (RG) voru tekin til viðskipta í Euronext kauphöllinni í Amsterdam þann 27. mars 2015.

Í hlutafjárútboði í aðdraganda skráningar RG seldu Stoðir 13,1% hlut í RG fyrir 154,5 milljónir evra. Eftir viðskiptin eiga Stoðir 16,1% hlut í RG (13.042.604 hluti) að markaðsverðmæti 184,5 milljónir evra, m.v. lokagengi 27. mars 2015.

Heildarverðmæti eignarhlutar Stoða í RG, þ.e. þess sem selt var í útboðinu og  þeirra skráðu bréfa sem eftir sitja, er því samtals um 339 milljónir evra, u.þ.b. 50 milljarðar króna.

Fréttatilkynning Refresco Gerber

Frekari upplýsingar

Sími: 591 4400
Netfang: info@stodir.is